Þingmenn Hreyfingarinnar segjast ekki geta stutt tillögu Vigdísar Hauksdóttur, þingsmanns Framsóknarflokksins, þegar greidd verða atkvæði á morgun um hvort fara skuli fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnarráðs
„Vegna umræðu um framkomna breytingartillögu Vigdísar Hauksdóttur um hvort bæta skuli við nýrri spurningu í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu, spurningu um hvort draga eigi umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, bendum við á umsögn Landskjörstjórnar um tillöguna, lið fjögur,“ segir í tilkynningu frá Hreyfingunni.
Segir að í umsögnni komi fram að spurningin sem Vigdís leggi til að borin verði upp feli í sér óskylt málefni og að það sé í ósamræmi við lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. „Við getum því ekki stutt umrædda tillögu Vigdísar,“ segir í tilkynningunni.
„Það er hins vegar Alþingis að ákveða hvort fram eigi að fara sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla um þessa spurningu. Burt séð frá persónulegri afstöðu okkar til þess er það okkar skoðun að talsmenn aukins beins lýðræðis geti ekki sett sig upp á móti slíkri tillögu,“ segja þingmenn Hreyfingarinnar.