Þúsund vilja þingrof og kosningar

mbl.is/Hjörtur

Rúm­lega eitt þúsund und­ir­skrift­ir hafa nú safn­ast á vefsíðunni www.kjosend­ur.is þar sem þess er kraf­ist að þing verði rofið og boðað til kosn­inga. Þess má geta að þegar mbl.is sagði frá mál­inu um klukk­an hálf­sex í dag voru und­ir­skrift­irn­ar inn­an við 30 en eru nú orðnar 1.059 sam­kvæmt vefsíðunni þegar þetta er skrifað.

Skorað er á Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra á vefsíðunni „að ganga til fund­ar við for­seta Íslands og biðjast lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt eigi síðar en tveim vik­um eft­ir af­hend­ingu þess­ar­ar áskor­un­ar“.

Enn­frem­ur seg­ir að verði for­sæt­is­ráðherra ekki við áskor­un­inni sé skorað á Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands, að rjúfa þing og boða til kosn­inga í sam­ræmi við ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Eng­in sam­tök eða stjórn­mála­flokk­ar standa á bak við und­ir­skrifta­söfn­un­ina held­ur ein­ung­is ein­stak­ling­ar að sögn Ástu Haf­berg, eins af aðstand­end­um söfn­un­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Hún seg­ir enn­frem­ur að ástæður þeirra sem standa að fram­tak­inu fyr­ir því að vilja þingrof og kosn­ing­ar séu ólík­ar. Eins skrifi þeir sem taki þátt í und­ir­skrifta­söfn­un­inni und­ir á sín­um eig­in for­send­um.

Kraf­ist þingrofs og kosn­inga

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert