Tíu sækja um forstjórastöðu FME

Tíu sækja um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem auglýst var skömmu eftir að Gunnar Þ. Andersen lét af störfum. Á meðal umsækjenda er settur forstjóri FME. Unnur Gunnarsdóttir.

Þeir sem sækja um stöðuna eru:

  • Árni Thoroddsen, kerfishönnuður
  • Bolli Héðinsson, hagfræðingur
  • Guðrún Jónsdóttir, fyrrv. framkvæmdastjóri
  • Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur
  • Jared Bibler, rannsakandi
  • Jóhannes Karlsson, MBA og doktorsnemi í hagfræði
  • Magnús Sigurðsson, flugvélfræðingur
  • Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri
  • Unnur Gunnarsdóttir, settur forstjóri
  • Vilhjálmur Bjarnason, lektor

„Stjórn FME mótaði mjög ítarlegt ferli fyrir ráðninguna áður en starfið var auglýst laust til umsóknar. Ferlinu er lýst í skjali sem er aðgengilegt öllum á vef eftirlitsins.  Markmiðið með því að móta skýrt og ítarlegt ferli og birta það strax í upphafi er fyrst og fremst að finna besta mögulega forstjórann fyrir eftirlitið, en einnig vonumst við til að þessi vinnubrögð veki traust umsækjenda og annarra á því að ráðið verði í þetta mikilvæga starf með faglegum og hlutlægum hætti,“ segir Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME.

„Gylfi Magnússon, sem hafði verið skipaður í matsnefnd, einn þriggja, telur sig ekki hæfan vegna þess að hann er vel kunnugur einum umsækjendanna,“ segir Aðalsteinn.

Axel Hall, lektor, var fenginn í stað Gylfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert