Vaxtabætur gætu lækkað mikið

Vaxta­bæt­ur til fólks sem er með meðal­tekj­ur og býr í eigið hús­næði myndu lækka veru­lega ef nýtt hús­næðis­bóta­kerfi yrði tekið upp. Í skýrslu vinnu­hóps sem vann að til­lög­un­um er tekið dæmi um fjöl­skyldu þar sem vaxta­bæt­ur myndu fara úr 330 þúsund á ári niður í núll.

Vaxta­bæt­ur eru greidd­ar til fólks sem skuld­ar í eigið hús­næði og fer upp­hæð bót­anna eft­ir því hversu mikið fólk greiðir í vexti af hús­næðislán­um og hversu mikið það á í hús­næðinu. Þeir sem skulda ekk­ert eða lítið fá eng­ar vaxta­bæt­ur.

Nýja kerfið ger­ir ráð fyr­ir að tekn­ar verði upp hús­næðis­bæt­ur í stað vaxta­bóta og hús­næðis­leigu­bóta. Nýja kerfið myndi bæta veru­lega stöðu leigj­enda. Staða þeirra sem eiga hús­næði og skulda veru­lega fjár­muni í því myndi hins veg­ar versna.

Gert er ráð fyr­ir að hús­næðis­bæt­ur verði óskert­ar til þeirra sem eru með 203 þúsund krón­ur í laun á mánuði, en bæt­ur til þeirra sem eru með hærri laun skerðist á bil­inu 5-7%.

Í skýrslu starfs­hóps­ins er tekið dæmi af fjöl­skyldu sem býr í fjöl­býl­is­húsi í Reykja­vík að verðmæti 30 millj­ón­ir króna. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur henn­ar eru um 586 þúsund kr. á mánuði. Hún skuld­ar tæp­lega 24 millj­ón­ir í íbúðinni. Lánið er til 25 ára og fyrsta af­borg­un er 135 þúsund. Sam­kvæmt nú­ver­andi vaxta­bóta­kerfi fengi fjöl­skyld­an rúm­lega 330 þúsund í vaxta­bæt­ur á ári. Hún fengi hins veg­ar ekk­ert út úr nýja kerf­inu ef miðað væri við 7% tekju­skerðing­ar­hlut­fall, en 72 þúsund ef miðað er við 6% skerðing­ar­hlut­fall og 148 þúsund ef miðað er við 5% skerðing­ar­hlut­fall.

Í skýrsl­unni er tekið dæmi af fjöl­skyldu sem býr í 313 fer­metra ein­býl­is­húsi. Hún skuld­ar 32,5 millj­ón­ir í hús­inu. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur fjöl­skyld­unn­ar eru 490 þúsund krón­ur á mánuði. Þessi fjöl­skylda fær 557 þúsund krón­ur á ári út úr nú­ver­andi vaxta­bóta­kerfi. Í nýja kerf­inu fengi hún 189-301 þúsund eft­ir því við hvaða skerðing­ar­hlut­fall er miðað við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert