Verið að skemma „heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi“

Fjárfestirinn Tim Worstall.
Fjárfestirinn Tim Worstall. mbl.is

„En nú lít­ur út fyr­ir að Ísland vilji taka út úr fisk­veiðistjórn­ar­kerfi sínu ná­kvæm­lega það sem ger­ir það að verk­um að kerfið virk­ar. Það er mögu­leik­ann á að selja eða leigja afla­heim­ild­irn­ar, það sem fyrst og fremst ger­ir þær að einka­eign,“ seg­ir fjár­fest­ir­inn Tim Worstall í grein á vefsíðu banda­ríska viðskipta­tíma­rits­ins For­bes í dag und­ir fyr­ir­sögn­inni „Hvers vegna er Ísland að skemma heims­ins besta fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi?“

Í grein­inni fjall­ar hann um sjáv­ar­út­vegs­mál Íslend­inga og mik­il­vægi þeirra fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf. Hann bend­ir á að illa hafi tek­ist til við stjórn sjáv­ar­út­vegs­mála víðast hvar í heim­in­um og nefn­ir sam­eig­in­lega sjáv­ar­út­vegs­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins sér­stak­lega til sög­unn­ar í því sam­bandi.

Ísland væri hins veg­ar á meðal fárra staða í heim­in­um þar sem tek­ist hefði að finna lausn á því mik­il­væga um­hverf­is­máli sem stjórn fisk­veiða væri en nú stæði hins veg­ar til að eyðileggja það fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi sem hefði stuðlað að því.

Grein Tims Worstall

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka