Verið að skemma „heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi“

Fjárfestirinn Tim Worstall.
Fjárfestirinn Tim Worstall. mbl.is

„En nú lítur út fyrir að Ísland vilji taka út úr fiskveiðistjórnarkerfi sínu nákvæmlega það sem gerir það að verkum að kerfið virkar. Það er möguleikann á að selja eða leigja aflaheimildirnar, það sem fyrst og fremst gerir þær að einkaeign,“ segir fjárfestirinn Tim Worstall í grein á vefsíðu bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes í dag undir fyrirsögninni „Hvers vegna er Ísland að skemma heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi?“

Í greininni fjallar hann um sjávarútvegsmál Íslendinga og mikilvægi þeirra fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann bendir á að illa hafi tekist til við stjórn sjávarútvegsmála víðast hvar í heiminum og nefnir sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sérstaklega til sögunnar í því sambandi.

Ísland væri hins vegar á meðal fárra staða í heiminum þar sem tekist hefði að finna lausn á því mikilvæga umhverfismáli sem stjórn fiskveiða væri en nú stæði hins vegar til að eyðileggja það fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefði stuðlað að því.

Grein Tims Worstall

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert