Vilja funda með sendiherra Þýskalands

Evrópusambandsfáni blaktir við hlið belgíska fánann í Brussell. Úr safni.
Evrópusambandsfáni blaktir við hlið belgíska fánann í Brussell. Úr safni. Reuters

Fram­kvæmda­stjórn Heims­sýn­ar hef­ur ákveðið að bjóða sendi­herra Þýska­lands á Íslandi, Herm­an Sausen, til fund­ar þar sem fjallað verður um mik­il­vægi þess að þjóðin hafi ráðrúm til að kom­ast að sjálf­stæðri niður­stöðu varðandi Evr­ópu­sam­bands­málið.

Fram kem­ur í álykt­un sem Heim­sýn hef­ur sent frá sér að, Sausen hafi í grein, sem hann skrifaði í Morg­un­blaðið í gær, gert til­raun til rétt­læta af­skipti Evr­ópu­sam­bands­ins af ís­lensk­um inn­an­rík­is­mál­um.

Vísað er til orða Sausen sem skrifaði: „Ásök­un­in um af­skipti af inn­an­rík­is­mál­um er röng þegar af þeirri ástæðu, að aðild­ar­viðræðurn­ar eru ekki inn­an­rík­is­mál, held­ur hluti af ut­an­rík­is­stefnu bæði Íslend­inga og ESB.“

Fram­kvæmda­stjórn Heim­sýn­ar tel­ur þessa túlk­un sendi­herr­ans vera til­raun til að sniðganga lög um aðild Íslands að alþjóðasamn­ingi um stjórn­mála­sam­band. En þar komi eft­ir­far­andi fram:

„Það er skylda allra þeirra, sem njóta for­rétt­inda og friðhelgi, að virða lög og regl­ur mót­töku­rík­is­ins, en þó þannig að for­rétt­indi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvíl­ir einnig sú skylda að skipta sér ekki af inn­an­lands­mál­um þess rík­is.“

Þá árétt­ar fram­kvæmda­stjórn Heims­sýn­ar að lýðræðis­leg­ar kosn­ing­ar séu fyrst og fremst inn­an­rík­is­mál og þær hætti ekki að vera það þótt þær fjalli í ein­hverj­um til­vik­um um ut­an­rík­is­mál.

„Heims­sýn fagn­ar því að kjós­end­ur hafi góðan aðgang að hlut­laus­um upp­lýs­ing­um um ESB og að inn­lend­ar fylk­ing­ar setji fram sín rök með og móti aðild. En hundruða millj­óna kynn­ingar­átak ESB á kost­um aðild­ar er ekk­ert annað en óheft inn­grip fjár­sterks hags­munaaðila sem skekk­ir jafn­rétt­is­grund­völl hins beina lýðræðis.

Fram­kvæmda­stjórn Heims­sýn­ar hvet­ur ís­lensk stjórn­völd til að standa vörð um lýðræðið og hafna því áliti þýska sendi­herr­ans að Evr­ópu­sam­bandið eigi íhlut­un­ar­rétt í ís­lensk inn­an­rík­is­mál,“ seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka