Alþingi kaupi Landssímahúsið

Landssímahúsið við Austurvöll.
Landssímahúsið við Austurvöll. mbl.is/Jim Smart

Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður VG, vill að Alþingi kaupi Landssímahúsið við Austurvöll og breyti því í skrifstofuhús fyrir alþingismenn.

Í sumar fer fram fornleifauppgröftur á Alþingisreit. Fyrirhugað er að eftir að uppgreftrinum lýkur verði byggt þar hús sem hýsi skrifstofur alþingismanna, en alþingismenn eru í dag með skrifstofur í nokkrum húsum í nágrenni við Alþingishúsið.

Álfheiður hvatti til þess að þessi áform yrðu endurskoðuð. Nú væru uppi hugmyndir um að breyta Landssímahúsinu í hótel. Hún hvatti til þess að Alþingi leitaði eftir því að kaupa þetta hús og breytti því í skrifstofuhús fyrir alþingismenn.

Þá lýsti Álfheiður yfir óánægju með umgengni á Austurvelli í vetur. Hún sagði að Reykjavíkurborg hefði ekki staðið sig nægilega vel við að þrífa Austurvöll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert