ESB-viðræðurnar á fullt með samþykki Alþingis

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni í dag að vænn áfangi hafi náðst í stjórnarskrármálinu þegar samþykkt var að halda þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

„Í leiðinni ákvað Alþingi fyrir sinn hatt að setja ESB-viðræðurnar á fulla ferð með því að fella tillögu um sérstaka atkvæðagreiðslu um að stöðva viðræðurnar,“ segir Mörður ennfremur.

Hann bætir við að eftir afgreiðslu Alþingis hafi utanríkisráðherra og viðræðunefnd Íslands „fullkomið umboð frá þinginu“ til þess að halda viðræðum við Evrópusambandið áfram um aðild Íslands að því.

Heimasíða Marðar Árnasonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert