Jóhanna fundaði með Füle

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Ómar Óskarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra átti í dag fund með Stef­an Füle, fram­kvæmda­stjóra stækk­un­ar­mála í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, í Stjórn­ar­ráðinu. Meg­in­efni fund­ar­ins var að ræða stöðu aðild­ar­viðræðna Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins, en jafn­framt var rætt um sam­eig­in­leg­an vinnu­hóp Íslands og ESB um aflétt­ingu gjald­eyr­is­haft­anna.

Füle fundaði fyrr í dag með ut­an­rík­is­ráðherra og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, auk þess sem hann heim­sótti Hell­is­heiðar­virkj­un og fundaði með full­trú­um sveit­ar­fé­laga á Suður­landi í Árborg.

Füle átti einnig fund með Öss­uri Skarp­héðins­syni ut­an­rík­is­ráðherra í dag, eins og lesa má í frétt mbl.is: Fagn­ar stofn­un vinnu­hóps um af­nám gjald­eyr­is­hafta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert