Málflutningur hefst 18. september

Merki EFTA-dómstólsins
Merki EFTA-dómstólsins

Munnlegur málflutningur í Icesave-málinu hefst þann 18. september nk. fyrir EFTA dómstólnum, samkvæmt vef dómstólsins. Þar kemur fram að ekki liggi fyrir endanleg staðfesting á dagsetningunni.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið heimild til meðalgöngu í málinu og rennur út frestur hennar til að skila greinargerð meðalgönguaðila út í dag. Gert er ráð fyrir að Ísland fái í framhaldinu tækifæri til að svara þeim sjónarmiðum sem þar koma fram.

Fyrr í mánuðinum rann út frestur til að skila skriflegum athugasemdum í Icesave-málinu. Fjögur ríki skiluðu athugasemdum til EFTA-dómstólsins: Bretland, Holland, Liechtenstein og Noregur. Noregur og Liechtenstein taka undir sjónarmið Íslands um að ríkisábyrgð á innstæðutryggingum verði ekki byggð á tilskipun um innstæðutryggingar án þess að það komi skýrt fram í tilskipuninni sjálfri.

Bretland og Holland telja hins vegar, eins og Eftirlitsstofnun EFTA, að stjórnvöldum beri samkvæmt tilskipuninni að sjá til þess að innstæðutryggingakerfin skili þeim árangri sem að er stefnt. Jafnframt telja þau að málsástæður Íslands um óviðráðanlegar aðstæður hér í kjölfar bankahrunsins eigi ekki við.

Enginn umsagnaraðila víkur að málsástæðum Eftirlitsstofnunar EFTA um meinta mismunun innstæðueigenda.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert