Stjórn Hægri grænna, flokks fólksins, segir að innantóm loforð um 50.000 störf sem ríkisstjórnin hafi gefið fyrirheit um á síðastliðnum þremur árum sé skammarlegt lýðskrum af verstu sort. Flokkurinn segir ennfremur að ríkisstjórnin verði að víkja.
Þetta kemur fram í ályktun sem flokkurinn hefur samþykkt og er svohljóðandi:
„Innantóm loforð um 50.000 störf sem ríkisstjórnin hefur gefið fyrirheit um á síðastliðnum þremur árum er skammarlegt lýðskrum af verstu sort. Tjón samfélagsins, eingöngu vegna atvinnuleysis síðan í efnahagshruninu 2008 er að lágmarki 300 milljarðar, sem er meira en árs útflutningsverðmæti allra sjávarafurða. Þegar auglýsingar birtast trekk í trekk í fjölmiðlum með upphrópuninni „Kaupi gull“ fýkur í flest skól. Fólkið í landinu er farið að draga úr sér tennurnar og selja persónulega fjölskyldumuni sér til nauðþurfta. Ávallt er útkoman á úrlausnum stjórnvalda á íslenskum efnahagsvanda : Versta mögulega útkoman fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu . Þessi ríkisstjórn verður að víkja.“
Hægri grænir álykta að stjórnvöldum beri tafarlaust að leysa úr skuldavanda heimilanna. Eru þau hvött til að kynna sér hugmyndir Hægri grænna um „Kynslóðasátt“ og lækkun verðrtyggðra húsnæðislána um rúm 42%.
Þá vilja Hægri grænir að það beri að lækka verð á eldsneyti með áfnámi opinberra gjalda utan virðiskaukaskatts, eða um 30%, svo fólkið í landinu geti komist leiðar sinnar án stórfelldra fjárhagslegra útgjalda. Þetta hefði einnig í för með sér mikinn ávinning fyrir ferðaþjónustuna og smáfyrirtækin í landinu.