Spurning um ESB á öðrum kjörseðli

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hreyfingin ætar að greiða atkvæða gegn …
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hreyfingin ætar að greiða atkvæða gegn tillögu Vigdísar. mbl.is/Ómar

Lands­kjör­stjórn tel­ur ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram viðræðum um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu sam­hliða þjóðar­at­kvæðagreiðslu um til­lög­ur stjórna­lagaráðs. At­kvæðagreiðslan um ESB verði hins veg­ar að vera á öðrum kjör­seðli.

Í dag fer fram at­kvæðagreiðsla um til­lögu stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um til­lög­ur stjórn­lagaráðs. Ein af þeim breyt­ing­ar­til­lög­um sem lagðar hafa verið fram við til­lög­una er að borið verði jafn­framt und­ir þjóðina hvort halda eigi áfram aðild­ar­viðræðum við ESB.

Þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar sendu í gær frá sér yf­ir­lýs­ingu um að þeir gætu ekki stutt til­lögu Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur alþing­is­manns um að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram viðræðum við ESB.

Í yf­ir­lýs­ing­unni er bent á um­sögn Lands­kjör­stjórn­ar um til­lög­una. „Í um­sögn­inni kem­ur fram að spurn­ing­in sem Vig­dís legg­ur til að bor­in verði upp feli í sér óskylt mál­efni og að það sé í ósam­ræmi við lög um fram­kvæmd þjóðar­at­kvæðagreiðslna.  Við get­um því ekki stutt um­rædda til­lögu Vig­dís­ar.

Það er hins veg­ar Alþing­is að ákveða hvort fram eigi að fara sér­stök þjóðar­at­kvæðagreiðsla um þessa spurn­ingu.  Burt séð frá per­sónu­legri af­stöðu okk­ar til þess, er það okk­ar skoðun að tals­menn auk­ins beins lýðræðis geti ekki sett sig upp á móti slíkri til­lögu.

Freyr Ófeigs­son, formaður lands­kjör­stjórn­ar, sagði í sam­tali við mbl.is að sam­kvæmt lög­um frá ár­inu 2010 um þjóðar­at­kvæðagreiðslur væri talað um að fram skuli fara al­menn og leyni­leg þjóðar­at­kvæðagreiðsla um „til­tekið mál­efni eða laga­frum­varp“. Hann seg­ir lands­kjör­stjórn túlka þetta á þann veg að gert sé ráð fyr­ir því að á sama kjör­seðli sé spurt um eitt til­tekið mál­efni. Ekk­ert sé hins veg­ar því til fyr­ir­stöðu að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um viðræðum við ESB sam­hliða at­kvæðagreiðslu um til­lög­ur stjórn­lagaráðs ef spurn­ing­in um ESB sé á sér­stök­um kjör­seðli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert