„Með því að gefa forsætisráðherra orðið um atkvæðagreiðsluna urðu forseta Alþingis á alvarleg mistök, sem henni ber að leiðrétta úr forsetastóli.“
Þetta segir Halldór Blöndal, fyrrv. forseti Alþingis, í grein í blaðinu í dag. Á fundi þingsins í gær hafi Jóhanna Sigurðardóttir tekið inn varamann og því borið að sitja þegjandi í ráðherrastól sínum, segir hann.