„Ég tek ekki ákvörðun fyrir aðra, en ég stofnaði í dag reikning í Sparisjóði Norðfjarðar og ætla að flytja öll mín viðskipti frá Landsbankanum.“ Þetta segir Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, í samtali við mbl.is.
Landsbankinn tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að sameiningu útibúa og leggja nokkur útibú niður. Fimmtíu störf verði lögð niður og um 400 milljónir sparist. Meðal þeirra er útbúin á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Landsbankinn opnaði útibú á Eskifirði árið 1918.
Jens segist alla tíð hafa verið í viðskiptum við Landsbankann. Hann segist ekki kæra sig um að verðlauna bankann með því að aðstoða hann við að loka útibúum á Austurlandi.
Jens sagði að Landsbankinn ætti húsnæðið sem hann er í á Eskifirði og Fáskrúðsfirði, en útibúið á Reyðarfirði er í leiguhúsnæði. Útibúið á Fáskrúðsfirði hefur verið í samstarfi við Íslandspóst og Jens segir marga spyrja sig hvað verði um þjónustu fyrirtækisins.
„„Það er mikil reiði í fólk,“ segir Jens. „Maður veltir fyrir sér í þessu sambandi að nú er ríkisstjórnin og Guðmundur Steingrímsson að koma með alls fjárfestingaáætlun sem gengur út á að láta fyrirtæki á landsbyggðinni borga þann reikning. Ríkisstjórnin var að samþykkja að fara í 300 milljón króna skoðanakönnun og á sama tíma er ríkisbankinn að loka útibúum og skerða þjónustu til að spara. Mér finnst þetta skrítin skilaboð til fólks.“