Fréttaskýring: Kirkjugarðar geta varla starfað áfram

Kirkju­g­arðar geta ekki starfað áfram nema ein­ing­ar­verðið á hvern gra­freit verði upp­fært eins og það á að vera án allr­ar skerðing­ar,“ seg­ir Þór­steinn Ragn­ars­son, formaður Kirkju­g­arðasam­bands Íslands (KGSÍ) og for­stjóri Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæma.

Á aðal­fundi KGSÍ sem fór fram 12. maí sl. var lýst yfir áhyggj­um af minnk­andi fram­lagi rík­is­ins til kirkju­g­arðanna. Kostnaður við greftran­ir er nú meiri en þær tekj­ur sem koma frá rík­is­sjóði. Kirkju­g­arðarn­ir eru fjár­svelt­ir og er fram­lagið til þeirra vel und­ir meðal­fram­lagi til annarra op­in­berra stofn­ana inn­an inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Á ár­inu 2005 tók gildi nýtt sam­komu­lag milli kirkju­g­arða lands­ins og rík­is­ins um hvernig staðið yrði að fram­lagi rík­is­ins til kirkju­g­arðanna. Tekið var upp nýtt fyr­ir­komu­lag sem gerði ráð fyr­ir ein­inga­verði, ann­ars veg­ar var ein­inga­verð fyr­ir um­hirðu á fer­metra og hins veg­ar fyr­ir hverja gröf sem tek­in var, bæði kistugraf­ir og duft­graf­ir.

Mikl­ar skerðing­ar voru gerðar á ein­inga­verðinu á ár­un­um 2008 og 2009 og hef­ur það ekk­ert hækkað, en bygg­inga­vísi­tal­an hef­ur aft­ur á móti hækkað um 30% á sama tíma­bili.

,,Kirkju­g­arðar Reykja­vík­ur­pófast­dæma skiluðu halla á rekstri sín­um í fyrsta skipti á síðasta ári, en und­ir þá fell­ur yfir helm­ing­ur af kirkju­görðum lands­ins þ.ám. Foss­vogs­kirkju­g­arður og Gufu­nes­kirkju­g­arður. Kirkju­g­arðar Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæma hafa verið með svipuðu sniði allt frá 1932 og hafa því verið starf­rækt­ir í 80 ár án halla,“ seg­ir Þór­steinn og bæt­ir við að það stefni einnig í mik­inn halla fyr­ir árið 2012.

Niður­skurður

,,Við höf­um skorið niður á öll­um sviðum kirkju­g­arðanna. Sem dæmi eru sum­ar­starfs­menn ein­ung­is um 130 í dag en voru áður vel yfir 200,“ seg­ir Þór­steinn. Þá hef­ur ekki verið ráðið í þær stöður sem menn hafa hætt í, meðal­ald­ur vinnu­véla í garðinum er orðinn vel yfir 10 ár og end­ur­nýj­un­arþörf er orðin mjög mik­il bæði á vél­un­um sem og hús­næði kirkju­g­arðanna. ,,Viðhaldsþörf tækja og fast­eigna er far­in að segja til sín og það verður að gera eitt­hvað í þessu,“ seg­ir Þór­steinn.

Kirkju­g­arðar úti á landi eru að lenda í sömu stöðu. ,,Þau geta ekki greitt verk­tök­um fyr­ir graf­tök­una með tekj­un­um frá rík­inu, því þær eru mun lægri en það sem verktak­inn ósk­ar eft­ir að fá,“ seg­ir Þór­steinn. Þar spil­ar inn í hækk­un ol­íu­gjalda og aðrar hækk­an­ir, án hækk­ana á ein­inga­verði til kirkju­g­arðanna.

Staðan í raun og veru

Fjár­laga­nefnd af­greiddi ekki frum­varp til breyt­inga á lög­um um kirkju­g­arða á þeim for­send­um að kirkju­g­arðarn­ir ættu næga pen­inga. Þar er vitnað til líf­eyr­is­skuld­bind­inga sem kirkju­g­arðarn­ir geyma en eru ekki að nokkru leyti ætlaðir til notk­un­ar í rekstri kirkju­g­arðanna. ,,Þau segja að þetta sé sjóðsinn­eign sem er rang­færsla. Það ber að aðgreina þetta enda er okk­ur ekki heim­ilt að nota þessa pen­inga til rekst­urs,“ seg­ir Þór­steinn. Því verður að setja þessa pen­inga til hliðar þegar skoðuð er fjár­hags­staða kirkju­g­arða lands­ins. ,,Fólk verður að vita hvernig staðan er í raun og veru hjá kirkju­görðunum,“ seg­ir Þór­steinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert