Meira haldlagt af stinningarlyfjum

Gríðarleg aukning varð í magni stinningarlyfja sem Tollgæslan lagði hald á við eftirlit í fyrra miðað við árið 2010. Hins vegar liggja ekki fyrir tölur um þróunina það sem af er þessu ári.

Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni var lagt hald á 4.234 stykki stinningarlyfja hjá Tollstjóra á árinu 2011, en árið áður voru stykkin hins vegar 1.262.

Þróunin hefur verið í þá átt að meira er smyglað af stinningarlyfjum til landsins. Ástæður þess eru ekki að öllu þekktar en um er að ræða fremur dýr lyf, þannig kosta tólf stykki af 100 mg Viagra um 24 þúsund krónur úr lyfjaverslun hér á landi, og fjögur stykki af 25 mg Viagra um átta þúsund krónur.

Þó  er hægt að fá samheitalyf ódýrari, en 12 stykki af 100 mg Vizarsin kosta um tólf þúsund krónur úr lyfjaverslun.

Greint var frá því í skandínavískum miðlum nýverið að smygl á stinningarlyfjum væri að miklu leyti á hendi skipulagðra glæpasamtaka, og hluti af fjármögnum þeirra. Engum sögum fer af því hvernig þessum málum er háttað í undirheimum hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert