Segir vaxandi stuðning við Kanadadollar

Kanadadollari. Úr myndasafni.
Kanadadollari. Úr myndasafni. Reuters

„Þetta er rætt í al­vöru á Íslandi. Efna­hags­ráðherr­ann fór til Kan­ada fyr­ir sex vik­um og fundaði með kanadíska seðlabank­an­um og með þing­mönn­um og að ég tel fjár­málaráðuneyt­inu líka. Hann kom síðan aft­ur til Íslands og sagði op­in­ber­lega að þetta væri mögu­leiki sem væri ekki hægt að úti­loka og að skoða ætti mögu­leik­ann á gagn­kvæmu banda­lagi.“

Þetta seg­ir Heiðar Már Guðjóns­son, fjár­fest­ir, í viðtali við banda­ríska viðskipta­vef­inn Bus­iness Insi­der í dag aðspurður um það af hve mik­illi al­vöru sé rætt um það á Íslandi að taka upp kanadíska doll­ar­ann í stað ís­lensku krón­unn­ar.

Heiðar seg­ir enn­frem­ur vax­andi stuðning í viðskipta­líf­inu á Íslandi við að taka upp kanadíska doll­ar­ann vegna gjald­eyr­is­haft­anna sem séu að ganga að efna­hags­líf­inu dauðu. Hann seg­ir aðspurður styðja hug­mynd­ina vegna þess að það sé eng­in full­kom­in lausn til staðar og eng­inn full­kom­inn gjald­miðill.

Ísland þurfi á lausn að halda inn­an eins til tveggja ára. Stuðla þurfi að inn­flæði fjár­magns til þess að standa und­ir skuld­bind­ing­um lands­ins. Að öðrum kosti gæti Ísland staðið frammi fyr­ir mögu­legu greiðsluþroti árið 2016.

Aðspurður hvers vegna hann vilji frek­ar kanadíska doll­ar­ann en evr­una eða banda­ríkja­dal seg­ir Heiðar að vand­inn við evr­una sé einkum sá að Evr­ópu­sam­bandið vilji ekki að ríki taki hana upp ein­hliða og ástandið í efna­hags­mál­um evru­svæðis­ins.

Hvað banda­ríkja­dal varðar sé hag­kerfi Banda­ríkj­anna ein­fald­lega allt of stórt. Ísland eigi meira sam­eig­in­legt með Kan­ada, bæði menn­ing­ar­lega og efna­hags­lega, og að auki vilji hann meina að kanadískt efna­hags­líf sé í betra ásig­komu­lagi en það banda­ríska.

Viðtalið við Heiðar Má Guðjóns­son í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka