Þjófar í gæsluvarðhald

mbl.is/Júlíus

Tveir karl­ar á þrítugs­aldri hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 1. júní að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og var það gert á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir í gær­morg­un eft­ir að þeir höfðu brot­ist inn í hús í Grafar­vogi en þýfi fannst í fór­um þeirra.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, að þjóf­arn­ir séu grunaðir um inn­brot í fleiri hús á höfuðborg­ar­svæðinu. Þriðji maður­inn hafi verið hand­tek­inn í tengsl­um við rann­sókn­ina en ekki var farið fram á gæslu­v­arðhald yfir hon­um.

Árvök­ull íbúi lét vita um grun­sam­leg­ar manna­ferðir

Lög­regl­an seg­ir að þess beri að geta að að hand­töku þjóf­anna megi þakka ár­verkni ónefnds íbúa sem lét lög­regl­una vita um grun­sam­leg­ar manna­ferðir.

„Þetta und­ir­strik­ar að það sem ein­hverj­um kann að finn­ast lít­il­fjör­leg­ar upp­lýs­ing­ar get­ur ein­mitt orðið til þess að upp­lýsa mál. Hér er m.a. átt við lýs­ingu á mönn­um og bif­reiðum en gott er að skrifa slíkt hjá sér ef fólk tek­ur eft­ir ein­hverju óvenju­legu í sínu nán­asta um­hverfi. Sama gild­ir um bíl­núm­er en slík­ar upp­lýs­ing­ar geta komið lög­reglu á sporið. Inn­brotsþjóf­ar fylgj­ast gjarn­an með hús­um áður en þeir láta til skar­ar skríða og því er mik­il­vægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lög­regl­una með upp­lýs­ing­ar af þessi tagi en einu sinni of sjald­an.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert