Tryggja að allir komist heilir heim

Haldið verður úti auknu umferðareftirliti í sumar á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut af hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en sérstök áhersla verður lögð á eftirlit seinnipart föstudags þegar gera má ráð fyrir aukinni umferð frá höfuðborginni og eins seinnipart sunnudags þegar fólk snýr aftur til borgarinnar.

„Tilgangur lögreglu er að fylgjast með umferðarhraða og búnaði ökutækja og eftirvagna með það að markmiði að tryggja að allir komist heilir til síns heima,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert