Hera, Eyfi og Helga spá í Evróvisjónspilin

Hera Björk - Evróvisjónfari ´10
Hera Björk - Evróvisjónfari ´10 BOB STRONG

Það hef­ur ef­laust ekki farið fram hjá mörg­um að Ísland kepp­ir í aðal­keppni Evr­óvi­sjón 2012 í Bakú í Aser­badjan í kvöld. Mbl.is hafði sam­band við nokkr­ar val­in­kunn­ar Evr­óvi­sjón­hetj­ur og kannaði hvernig þeim lit­ist á.

Ráðlegg þeim að beina at­hygl­inni til okk­ar sem að sitj­um heima í stofu

Hera Björk fór sem full­trúi Íslands í Evr­óvi­sjón árið 2010 með lagið „Je ne sais quoi“.

Hvernig líst þér á: Ég er bara mjög spennt, hef mjög góða til­finn­ingu fyr­ir þessu eins og alltaf.
Hvaða sæti spá­irðu Grétu og Jónsa: 4. eða 14. sæti.
Hverj­ir sigra: Ég spái Svíþjóð sigri. Rúss­land, Serbía, Spánn og von­andi Ísland koma síðan öll þar á eft­ir. Það er mikið af góðum lög­um þarna núna þegar Bret­ar, Þjóðverj­ar og Frakk­ar eru all­ir komn­ir inn en þetta eru allt sterk­ir flytj­end­ur og mjög fín lög.
Ein­hver góð ráð til Grétu og Jónsa: Ég vona að þau nýti mynda­vél­ina svo­lítið vel, horfi heim til okk­ar sem erum heima í stofu. Þau eru með sal­inn, þannig að ég myndi segja að þau ættu að beina at­hygl­inni sér­stak­lega að fólk­inu heima í stofu.


Núm­er eitt að hafa gam­an af þessu, er ann­ars létt að Jónsi heit­ir ekki Hansi 

Eyfi, Eyj­ólf­ur Kristjáns­son, fór sem full­trúi Íslands í Evr­óvi­sjón árið 1991 með lagið „Draum­ur um Nínu“.

Hvernig líst þér á: Ég hef ekki mikið fylgst með þessu en horfði á ís­lenska atriðið á þriðju­dag­inn. Ég var ánægður með þau.
Hvaða sæti spá­irðu Grétu og Jónsa: Mér líst mjög vel á þetta og ætla að spá þeim 6. sæt­inu í kvöld.
Hverj­ir sigra: Ég hef bara ekki heyrt önn­ur lög satt best að segja. Það tala all­ir um að sænska lagið vinni. En ég sest í sóf­ann í kvöld og horfi á Jónsa og Grétu.
Ein­hver góð ráð til Grétu og Jónsa: Ekki annað en það bara að hafa gam­an af þessu. Það var það sem að ég gerði á sín­um tíma, hafði bara ómælt gam­an af þessu. Ef þau gera það verður þetta flott hjá þeim, síðan eru þau líka at­vinnu­menn svo ég hef ekki nokkr­ar áhyggj­ur. Gangi þeim bara ótrú­lega vel og muna að núm­er eitt er að hafa gam­an af þessu. Ann­ars er ég bara mjög feg­inn að Jónsi heit­ir ekki Hansi en það hefði ekki verið al­veg nógu gott - ef þetta hefðu verið Hansi og Gréta.

Eru svo pottþétt að þarf ekki að gefa þeim nein ráð - bara njóta stund­ar­inn­ar

Helga Möller fór sem full­trúi Íslands með Icy-hópn­um í Evr­óvi­sjón árið 1986  með lagið „Gleðibank­inn“.


Hvernig líst þér á: Mér finnst þau al­veg stór­glæsi­leg og verðugir flytj­end­ur. Þau eru ofsa­lega pottþétt í því sem þau eru að gera og það er greini­lega mikið búið að pæla í atriðinu. Mér finnst bún­ing­arn­ir líka al­veg frá­bær­ir, Gréta er stór­glæsi­leg í þess­um kjól. Þeim líður greini­lega vel og geta slakað á á sviðinu.
Hvaða sæti spá­irðu Grétu og Jónsa: Við lend­um pottþétt í einu af 10 efstu sæt­un­um en hvar þar fyr­ir inn­an er erfitt að segja.
Hverj­ir sigra: Eins og marg­ir Íslend­ing­ar er ég af­skap­lega hrif­in af þess­ari sænsku - hún er frá­bær listamaður og skil­ar þessu atriði sínu ein­stak­lega vel.
Ein­hver góð ráð til Grétu og Jónsa: Mér finnst þau raun­ar svo pottþétt að ég þarf ekki að gefa þeim nein ráð. Það er ann­ars bara það að njóta stund­ar­inn­ar og vera ekki með nein­ar vænt­ing­ar. Ég þekki Grétu frá blautu barns­beini, hún og dótt­ir mín voru sam­an í tón­list­ar­námi, og ég veit að hún er jarðbund­in, öguð og fag­leg. Það er bara þetta nr. 1, 2 og 3 - að vera ekki með nein­ar vænt­ing­ar og njóta augna­bliks­ins. Þau mega líka vera stolt af því að hafa verið val­in fyr­ir Íslands hönd í svona frá­bæra keppni.

Eyfi - Evróvisjónfari ´91
Eyfi - Evr­óvi­sjón­fari ´91 Friðrik Tryggva­son
Helga Möller - Evróvisjónfari ´86
Helga Möller - Evr­óvi­sjón­fari ´86 Sig­ur­geir Sig­urðsson
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka