Ísland fékk samtals 46 stig í Evróvisjónkeppninni í kvöld og endaði í 19. sæti. Flest stig fékk íslenska framlagið, sem flutt var af þeim Jónsa og Gretu Salóme, frá Finnum eða sjö stig en næstmest frá Dönum, Ungverjum og Eistum eða sex stig.
Þá kom fram í kvöld að Ísland var áttunda landið upp úr forkeppninni en rússneska framlagið var í efsta sæti þá. Svíar voru hins vegar í efsta sæti upp úr sinni forkeppni.
Hér að neðan fer listi yfir stigin sem Ísland fékk í lokakeppninni í kvöld:
7 stig frá Finnum
6 stig frá Dönum
6 stig frá Ungverjum
6 stig frá Eistum
5 stig frá Norðmönnum
4 stig frá Spánverjum
4 stig frá Slóvenum
4 stig frá Slóvökum
3 stig frá Þjóðverjum
1 stig frá Kýpverjum