Spyr hvenær rétti tíminn sé fyrir mannréttindi

Andrea J. Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi.
Andrea J. Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi.

„Mér er spurn, hvenær eru mannréttindi eða mannréttindabrot hluti af okkar lífi ef ekki þegar kallað er á athygli okkar og aðstoð með svo átakanlegum hætti?“ spyr Andrea J. Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi á heimasíðu sinni í dag. Gagnrýnir hún harðlega fulltrúa Íslands í Evróvísjón fyrir að nota ekki tækifærið og tala gegn mannréttindabrotum í Aserbaídsjan þar sem keppnin fer fram.

„Hvenær er eiginlega rétti tíminn til að standa upp fyrir bræður okkar og systur ef ekki einmitt þarna á þessari stundu? Eru mannréttindi bara fallegur og þægilegur bókstafur í sáttmála? Öll samfélög og allur heimurinn er einn stór pólitískur vettvangur,“ segir Andrea.

Grein Andreu J. Ólafsdóttur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert