Spyr hvenær rétti tíminn sé fyrir mannréttindi

Andrea J. Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi.
Andrea J. Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi.

„Mér er spurn, hvenær eru mann­rétt­indi eða mann­rétt­inda­brot hluti af okk­ar lífi ef ekki þegar kallað er á at­hygli okk­ar og aðstoð með svo átak­an­leg­um hætti?“ spyr Andrea J. Ólafs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi á heimasíðu sinni í dag. Gagn­rýn­ir hún harðlega full­trúa Íslands í Evr­óvís­jón fyr­ir að nota ekki tæki­færið og tala gegn mann­rétt­inda­brot­um í Aser­baíd­sj­an þar sem keppn­in fer fram.

„Hvenær er eig­in­lega rétti tím­inn til að standa upp fyr­ir bræður okk­ar og syst­ur ef ekki ein­mitt þarna á þess­ari stundu? Eru mann­rétt­indi bara fal­leg­ur og þægi­leg­ur bók­staf­ur í sátt­mála? Öll sam­fé­lög og all­ur heim­ur­inn er einn stór póli­tísk­ur vett­vang­ur,“ seg­ir Andrea.

Grein Andr­eu J. Ólafs­dótt­ur

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka