Svíar unnu Evróvisjón 2012

Svíþjóð er sig­ur­veg­ari Evr­óvi­sjón 2012 en sænska fram­lagið fékk sam­tals 372 stig og var sig­ur­inn mjög af­ger­andi. Sví­ar héldu for­yst­unni nán­ast all­an tím­ann sem stiga­gjöf­in fór fram.

Það var sænska söng­kon­an Lor­een sem var full­trúi Svía með lag sitt Eup­horia. Þetta er sem kunn­ugt er ekki í fyrsta sinn sem Sví­ar sigra í Evr­óvi­sjón en þeir hafa unnið keppn­ina fjór­um sinn­um áður.

Fyrsta fram­lag Svía til að sigra var Water­loo með hljóm­sveit­inni ABBA árið 1974. Næst kom að Sví­um að verma fyrsta sæti ára­tug síðar eða 1984 þegar hljóm­sveit­in Her­reys sigraði með lag sitt Diggi-Loo Diggi-Ley.

Árið 1991 sigruðu Sví­ar enn eina ferðina með lag­inu Fångad av en storm­vind í flutn­ingi söng­kon­unn­ar Carolu og loks bar Char­lotte Nils­son sig­ur úr být­um í Evr­óvi­sjón árið 1999 með lag­inu Take Me To Your Hea­ven.

Rúss­land varð í öðru sæti og Ser­bar í því þriðja. Í fjórða sæti voru hins veg­ar gest­gjaf­arn­ir Aser­ar.

Hér má sjá sig­ur­lagið í flutn­ingi Lor­een

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert