„Við vorum með frumvarp um kirkjugarðana á okkar vinnsluborði en það reyndist þurfa meiri skoðunar við innan stjórnsýslunnar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um fjárhagsvanda kirkjugarða landsins.
Kirkjugarðar geta ekki starfað áfram nema tekjur þeirra verði auknar, að því er fram kom hjá Þórsteini Ragnarssyni, formanni Kirkjugarðasambands Íslands, í fréttaskýringu í blaðinu í gær.
Ögmundur segir að ráðuneytið sé meðvitað um þennan vanda og telji að taka þurfi á honum. Mismunandi áherslur séu innan stjórnsýslunnar og þar sem verið væri að ræða um lausnir til framtíðar þyrfti að vanda vinnubrögðin