Truflanir hafa verið í morgun á netsambandi í gegnum netkerfi Símans en svo virðist sem þær hafa byrjað rétt fyrir klukkan níu. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum er um miðlæga bilun að ræða í netkerfi fyrirtækisins og er unnið að viðgerð.
Þess má geta að truflanirnar hafa meðal annars haft áhrif á aðgang notenda að mbl.is og möguleika á að uppfæra vefinn og er beðist velvirðingar á því. Vonir standa til þess að netsambandið verði komið í samt lag innan skamms.