Flestir hlynntir staðgöngumæðrun

Meirihluti Íslendinga er fylgjandi staðgöngumæðrun. Munur er á skoðunum fólks á málefninu eftir stjórnmálaskoðunum og er andstaðan mest hjá kjósendum Vinstri grænna en minnst hjá þeim sem segjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta kom fram í skoðanakönnun sem Stöð 2 og Fréttablaðið létu gera og sagt var frá í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld.

66% af kjósendum VG eru fylgjandi staðgöngumæðrun og 92% sjálfstæðismanna.

87,3% þeirra sem spurðir voru segjast fylgjandi staðgöngumæðrun, 12,7% voru á móti. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir kyni.

Frétt á visir.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert