„Svona sending er ný reynsla“

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ísland.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ísland. Reuters

„Ég hef verið sakaður um margt á langri leið en aldrei fyrr um að gera lítið úr konum. Eftir að hafa í áratugi tekið virkan þátt í jafnréttisbaráttunni og átt þar fjölda áhrifaríkra kvenna að samherjum og samstarfsmönnum er svona sending vissulega ný reynsla!“

Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á facebooksíðu sinni í dag en þar svarar hann ummælum sem Rósa Guðrún Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur lét falla í pistli á fréttavefnum Vísir.is fyrir helgi þar sem hún sakaði Ólaf um að beina spjótum sínum að mótframbjóðanda sínum, Þóru Arnórsdóttur, vegna þess að hún sé kona.

Færsla Ólafs í heild:

„Rósa Guðrún Erlingsdóttir, ræðumaður á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, skrifar á Vísir.is pistil þar sem hún dylgjar um að umfjöllun mín um forsetaembættið sé kynjuð og að ég sé að gera lítið úr Þóru sem konu. Þetta er sérkennilegur málflutningur. Ég hef þvert á móti sýnt Þóru Arnórsdóttur virðingu með því að ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem hún hefur sett fram um forsetaembættið. Það er í anda jafnréttis og hvatningar minnar um að umræðan sé málefnaleg og kurteis.

Ég hef verið sakaður um margt á langri leið en aldrei fyrr um að gera lítið úr konum. Eftir að hafa í áratugi tekið virkan þátt í jafnréttisbaráttunni og átt þar fjölda áhrifaríkra kvenna að samherjum og samstarfsmönnum er svona sending vissulega ný reynsla!

Engir hafa átt jafnríkan þátt í að móta viðhorf mín og skoðanir og hópur sjálfstæðra og sterkra kvenna: Guðrún Katrín, Tinna, Dalla, Dorrit og fleiri úr fjölskyldunni.“

Facebook-síða Ólafs Ragnars Grímssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert