Þóra opnar skrifstofu

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi.
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi. Ómar Óskarsson

Kosningamiðstöð forsetaframboðs Þóru Arnórsdóttur verður opnuð í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg á annan í hvítasunnu, mánudaginn 28. maí. Miðstöðin verður opin alla daga klukkan 14-20 fram að kosningum.

Í fréttatilkynningu segir að opið hús verði í miðstöðinni frá kl. 16 til 20 á opnunardaginn. Þóra flytur ávarp kl. 17, þar sem hún fer yfir stefnumálin og baráttuna framundan. Guðrún Pétursdóttir talar fyrir hönd stuðningsmanna, Valgeir Guðjónsson og Tómas R. Einarsson sjá um tónlistarflutning og kaffi og kökur verða á boðstólum.

Nánari upplýsingar um framboð Þóru er að finna á vefsíðu framboðsins.

Frétt mbl.is: Ekkert annað að gera en að bretta upp ermar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert