„Þú ert númer 44 í röðinni“

mbl.is

Eins og fram hef­ur komið á mbl.is hafa verið trufl­an­ir á net­sam­bandi í gegn­um net­kerfi Sím­ans í morg­un sem virðast hafa byrjað laust fyr­ir klukk­an níu, en þær hafa meðal ann­ars haft áhrif á aðgengi not­enda að mbl.is.

Gera má ráð fyr­ir að trufl­an­irn­ar hafi haft áhrif á fjöl­marga not­end­ur en þegar blaðamaður mbl.is hringdi í þjón­ustu­ver Sím­ans rétt í þessu fékk hann þau skila­boð að hann væri núm­er 44 í röðinni eft­ir því að fá sam­band við þjón­ustu­full­trúa.

„Það er um að ræða miðlæga bil­un í IP-neti Sím­ans sem hef­ur haft áhrif á in­ter­net­sam­band inn­an­lands sem og in­ter­net­umferð frá út­lönd­um. Bil­un­in hef­ur einnig haft áhrif á fyr­ir­tækja­teng­ing­ar í ip-neti sím­ans þannig að fyr­ir­tæki hafa einnig orðið fyr­ir þessu,“ seg­ir Mar­grét Stef­áns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans.

Eins og mbl.is hef­ur greint frá hafa verið trufl­an­ir á netteng­ing­um í gegn­um net­kerfi Sím­ans í morg­un. Mar­grét seg­ir að tækni­menn fyr­ir­tæk­is­ins vinni nú að lag­fær­ing­um á net­kerf­inu en ein­hverj­ar trufl­an­ir kunni að verða næstu klukku­tím­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert