Veðrið leikur við landsmenn núna um hvítasunnuhelgina og gangi veðurspá eftir verður einmuna veðurblíða og hlýindi næstu daga.
Á morgun er spáð hægri vestlægri eða breytilegri átt, en 5-10 m/s á Vestfjörðum. Víða léttskýjað, en þokuloft við V-ströndina á morgun. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig að deginum, en allt að 20 stigum í innsveitum.
Á þriðjudag er spáð norðaustan 8-13 m/s NV-til, en annars hæg austlæg átt. Víða bjartviðri, en þokubakkar við ströndina. Hiti 15 til 20 stig V-lands, en annars yfirleitt 10 til 15 stig.
Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag er spáð hægri breytilegri átt eða hafgolu. Bjart með köflum og hlýtt, einkum inn til landsins, en sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna.