Eldhúsdagsumræður á Alþingi

Eld­hús­dagsum­ræður fara fram á Alþingi annað kvöld. Sam­kvæmt starfs­áætl­un þings­ins á að fresta fund­um Alþing­is á fimmtu­dag, en talið er ólík­legt að sú áætl­un stand­ist.

Al­menn­ar stjórn­má­laum­ræður fara fram annað kvöld og hefst umræðan kl. 19:50. Þeim verður út­varpað og sjón­varpað.

Sam­kvæmt starfs­áætl­un Alþing­is verður þing­fund­ur á miðviku­dag­inn og fimmtu­dag­inn, en sá dag­ur á að vera síðasti fund­ar­dag­ur á þessu vorþingi.

Mörg stór mál, sem rík­is­stjórn­in legg­ur áherslu á, eru óaf­greidd. Þeirra stærst eru ramm­a­áætl­un um nýt­ingu og vernd­un jarð- og vatns­afls, og frum­vörp um veiðigjöld og stjórn fisk­veiða. Bæði þessi mál eru enn til um­fjöll­un­ar í at­vinnu­vega­nefnd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert