Listflug við Reykjavíkurflugvöll

Á sýningunni var hægt að skoða flugvélar af öllum stærðum …
Á sýningunni var hægt að skoða flugvélar af öllum stærðum og gerðum. mbl.is/Styrmir Kári

Fjöldi fólks hefur í dag fylgst með flugvélum sýna listflug á Reykjavíkurflugvelli, en Flugmálafélags Íslands stóð fyrir flugsýningu þar sem hægt var að skoða flugvélar af öllum stærðum og gerðum.

Einnig var hægt að fylgjast með listflugi, nákvæmnisflugi á þyrlu, flugmódelum, svifflugum, svifvængjum og raun flestu því sem flogið getur. Landhelgisgæslan var með sýningarflug.

Í tilefni af 75 ára afmælis Icelandair kom Catalina-flugbátur til landsins. Catalina-flugbátar Flugfélags Íslands, Gamli-Pétur, Sæfaxi og Skýfaxi, og Loftleiða, Vestfirðingur og Dynjandi, áttu mikinn þátt í uppbyggingu innanlandsflugs á árunum 1944 til 1961 þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar.

Síðasti Catalina-flugbáturinn í notkun hérlendis var landhelgisflugvélin TF-Rán. Hún var í notkun hérlendis frá 1954 til 1963 og kom hún mjög við sögu í þorskveiðideilum Íslendinga við Breta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert