Segir að hér sé þingræði en ekki forsetaræði

Þóra Arnórsdóttir og maður hennar, Svavar Halldórsson, með dótturina sem …
Þóra Arnórsdóttir og maður hennar, Svavar Halldórsson, með dótturina sem fæddist 18. maí sl. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þóra Arn­órs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi seg­ir að for­seti sem rek­ur eig­in stjórn­mála­stefnu í sam­keppni við þjóðkjörið þing geti ekki ræktað sitt meg­in­hlut­verk sem sé að vera sam­ein­ing­arafl.

Þetta kom fram í ræðu henn­ar þegar hún opnaði kosn­inga­skrif­stofu sína í dag.    

„Val­kost­irn­ir eru tveir. Sú sem hér stend­ur og að veita nú­ver­andi for­seta áfram­hald­andi umboð til þess að sitja í 20 ár. 20 ár,“ end­ur­tók Þóra og bætti við: „Er það nema von að fólk sé hissa,“ seg­ir Þóra.

„For­seti sem rek­ur eig­in stjórn­mála­stefnu í sam­keppni við þjóðkjörið þing, hann get­ur ekki full­kom­lega ræktað sitt meg­in­hlut­verk sem er að vera sam­ein­ing­arafl inn á við. Að vera for­seti allr­ar þjóðar­inn­ar. Ekki bara þeirra sem deila póli­tískri sýn á viss deilu­mál,“ seg­ir Þóra.  

Þóra hyggst taka á ný upp fundi með stjórn­mála­leiðtog­um lands­ins. Þar stefni hún að því að hlusta á öll sjón­ar­mið.  

„For­set­inn á ekki að vera þátt­tak­andi í hinum póli­tíska leik. Það þýðir að hann læt­ur stjórn­mála­flokk­ana um hina dag­legu póli­tísku umræðu. En þegar til kast­anna kem­ur þá læt­ur hann alla njóta sann­mæl­is sama hvar í flokki sem þeir standa,“ sagði Þóra í fram­boðsræðu sinni. 

Hún tel­ur nú­ver­andi for­seta „mistúlka embætti sitt“. „Þegar Ísland fékk sjálf­stæði frá Dön­um árið 1944 var al­veg skýrt að í hinu nýja lýðveldi yrði þing­ræði með for­seta, ekki for­setaræði.“

Hún seg­ir að völd­in sem fel­ist í 26. grein­inni séu um­tals­verð. En í þing­ræðis­ríki sé það vald sem verður ekki beitt nema í ýtr­ustu nauð.

Hún hvet­ur þingið til bættra vinnu­bragða. „Ef mál­um er  þröngvað í gegn með minnsta mögu­leg­um meiri­hluta aukast lík­ur á því að kjós­end­ur taki sig sam­an og hafni lög­um sem þannig eru samþykkt.“ 

Að lok­um stillti hún mál­un­um upp þannig að hér tæk­ist á fortíð og framtíð.
„Þess­ar for­seta­kosn­ing­ar eru  mik­il­væg­ar. Hvort ætl­um við að horfa til baka eða horfa fram á við og byggja upp? Ég skynja þessa und­ir­liggj­andi þörf til þess að fara að byggja upp, þar sem við vinn­um sam­an að hags­mun­um lands og þjóðar. Við eig­um að hafna átaka­stjórn­mál­um og göml­um kredd­um,“ seg­ir Þóra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert