Veðurblíða víða um land

Búast má við fjölda fólks í sundi í dag.
Búast má við fjölda fólks í sundi í dag. mbl.is/Ómar

Hiti fer allt upp í 20 gráður á Norður­landi í dag en að sögn veður­fræðings hjá Veður­stofu Íslands verður mjög gott veður um allt land í dag og næstu daga.

Klukk­an níu í morg­un mæld­ust 17 gráður á Húsa­vík. Það verður þó ekki ein­ung­is Norður­landið sem fær að njóta góðs veðurs því einnig verður hlýtt á Suður- og Vest­ur­landi. Inn til lands­ins verður há­marks­hiti víða 18 gráður.

Að sögn veður­fræðings verður veður næstu daga afar gott. Bú­ist er við hægri breyti­legri hátt og allt að tutt­ugu stiga hita inn til lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert