Veðurblíða víða um land

Búast má við fjölda fólks í sundi í dag.
Búast má við fjölda fólks í sundi í dag. mbl.is/Ómar

Hiti fer allt upp í 20 gráður á Norðurlandi í dag en að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands verður mjög gott veður um allt land í dag og næstu daga.

Klukkan níu í morgun mældust 17 gráður á Húsavík. Það verður þó ekki einungis Norðurlandið sem fær að njóta góðs veðurs því einnig verður hlýtt á Suður- og Vesturlandi. Inn til landsins verður hámarkshiti víða 18 gráður.

Að sögn veðurfræðings verður veður næstu daga afar gott. Búist er við hægri breytilegri hátt og allt að tuttugu stiga hita inn til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka