21,6 gráður í Húsafelli í dag

Börn að leik í Húsafelli. Myndin er úr safni.
Börn að leik í Húsafelli. Myndin er úr safni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Veðrið heldur áfram að leika við landann en í Borgarfirði mældist hitinn 21,6 gráður í Stafholtsey klukkan 15 í dag.

Í Húsafelli var „bongóblíða“ þegar mbl.is náði tali af Sigríði Snorradóttur í þjónustumiðstöðinni. Töluvert var enn af fólki á svæðinu frá því um helgina og hafði mikið selst af ís í sjoppunni í sólinni. Öll þjónusta er komin af stað á svæðinu, bæði tjaldsvæði sem og sundlaugin opin. Að sögn Sigríðar er einnig búið að spá blíðu með allt að 19 gráða hita á svæðinu næstu helgi og von á töluverðum fjölda fólks.

Að sögn Veðurstofunnar var áfram milt veður á landinu öllu í dag. Í innsveitum á Norðurlandi mældist hiti á bilinu 13-16 stig. Á Vestfjörðum var hiti á bilinu 14-17 gráður. Svalast var með austurströndinni eða 6-7 gráður í byggð og 3 gráður úti á fonti. Áfram er útlit fyrir þurrt og gott veður á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka