68% landsmanna horfðu á aðalkeppnina

Hin sænska Loreen sigraði í Evróvisjónsöngvakeppninni.
Hin sænska Loreen sigraði í Evróvisjónsöngvakeppninni. AFP

Samkvæmt bráðabirgðatölum var meðaláhorf á aðalkeppni Evróvisjón sem sýnd var í beinni útsendingu á laugardag 68% og uppsafnað áhorf 80%. Um 187 þúsund manns á aldrinum 12-80 ára horfðu á keppnina á RÚV. Er þetta í takt við það besta sem hefur gerst undanfarin ár.

Í tilkynningu frá RÚV segir að athygli veki að 52% meðaláhorf hafi verið á seinni undankeppnina á fimmtudagskvöldið þó að Ísland hafi ekki verið að keppa. Uppsafnað áhorf á þá keppni var 73%.

Meðaláhorf á fyrri undankeppnina, þar sem Ísland keppti, var 67% og uppsafnað áhorf 82%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert