Gjörningur á Austurvelli í kvöld

mbl.is/Hjörtur

Aðildarfélög Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar í Reykjavík og Kraganum ásamt Ungliðahreyfingunni hafa fengið nóg af aðgerðarleysi stjórnvalda og þar af leiðandi ákveðið að standa fyrir táknrænum gjörningi á Austurvelli á meðan á eldhúsdagsumræðunum stendur í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Allir eru hvattir til að rísa upp og taka þátt í þessum gjörningi með okkur og sýna að samstaða er lykillinn að farsælli framtíð og uppbyggingu samfélags sem gerir ráð fyrir öllum,“ segir í tilkynningu.

Er fólk hvatt til að mæta á Austurvöll laust fyrir klukkan 20:30 í kvöld. Þar sem til stendur að taka myndir af viðburðinum ofan frá svölunum umhverfis Austurvöll væri ekki verra ef fólk veldi sér einhvern hvítan efripart af þessu tilefni,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert