Ótryggðir úti á túni

Vafi leikur á því í frumvarpinu hvort ökumenn sem lenda …
Vafi leikur á því í frumvarpinu hvort ökumenn sem lenda í umferðaróhappi á bílastæði væru tryggðir, því bílastæði eru ekki flokkuð sem vegir.

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við að slysatrygging ökumanns ökutækis verði takmörkuð frá því sem nú er og að hún gildi einungis í almennri umferð, þ.e. „á vegum sem opnir eru almenningi“. Tillaga þess efnis er í frumvarpi um ökutækjatryggingar sem liggur fyrir Alþingi.

Ferðaklúbburinn 4x4 (F4x4) er á meðal þeirra sem leggjast gegn þessari breytingu. Hafliði S. Magnússon, formaður klúbbsins, sagði engan vafa eiga að leika á því hvenær ökumenn væru tryggðir.

Í umsögn F4x4 kemur m.a. fram að verði þessi breyting gerð falli slysatrygging ökumanns úr gildi við það að aka inn á tún eða tjaldstæði. Hafliði sagði vafa leika á hvort slysatrygging mundi gilda á slóðum að sumarhúsum og að útihúsum bóndabæja. Þá er vegakerfi hálendisins ófullkomið og oft leikur vafi á hvort verið sé að aka eftir vegi sem opinn er almenningi eða eftir slóða sem bændur nota við smölun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert