Semja þarf um þingfrestunina

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á forsetastóli.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á forsetastóli. mbl.is/Kristinn

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, kveðst þurfa að funda sem fyrst með þingflokksformönnum eftir eldhúsdagsumræður til að semja um þinglok. Hún segir að betra verði að meta framhaldið þegar atvinnuveganefnd hefur afgreitt sjávarútvegsfrumvörpin.

Ásta Ragnheiður hyggst ræða óformlega við þingflokksformenn í dag til að kanna samningsfleti. Þingfrestun átti að vera á fimmtudag, 31. maí, samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

Atvinnuveganefnd Alþingis stefnir að því að ljúka umfjöllun um frumvarp um stjórn fiskveiða og frumvarp um veiðigjöld í þessari viku, að sögn Kristjáns L. Möller, formanns nefndarinnar. Frumvörpin eru á dagskrá nefndarinnar í dag.

Aðspurður kvaðst Kristján vona að málin yrðu afgreidd úr nefndinni til annarrar umræðu í þessari viku. Hann sagði að gerðar yrðu breytingartillögur af hálfu nefndarinnar en vildi ekki rekja þær nánar á þessu stigi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert