„Þetta er skringilegt samfélag

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

„Þetta er skringilegt samfélag sem við búum í. Við erum hér á Alþingi í eilífum bútasaum, að reyna koma í veg fyrir að þegnar landsins reyni að svindla á lögunum sem við setjum. Mig langar ekki að búa í svona samfélagi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, við eldhúsdagsumræður.

Birgitta hvatti almenning til að taka þátt í umræðu um nýja stjórnarskrá og bíða ekki eftir því að stjórnmálamenn fái fólk til að tala um hana. „Ég hvet ykkur til að byrja að tala um hana núna, hvað sé mikilvægt í samfélagssáttamálanum okkar. Viljum við yfirhöfuð þessa stjórnarskrá, meiri ábyrgð?“

Hún sagði að þessi tegund af lýðræði sem við búum við, þessi tilraun hafi mistekist og sé úr sér gengin. „Fólk er hætt að skipta sér af okkur. Hér getur fólk eytt dögum saman í að rífast um ekki neitt.“ Hún tók þó fram að vel væri unnið í nefndum Alþingis og þar sé ekki rifist eins og þegar myndavélarnar eru settar í gang.

Þá sagði Birgitta að henni þyki ekki allt æðislegt í nýju stjórnarskránni, en hún sé tækifæri til að ræða um hvernig samfélag við viljum búa við og í. Hvort við viljum búa við bankakerfi þar sem peningar eru búnir til úr skuldum. „Er það ekki dæmt til að hrynja aftur?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert