Upplýsingar en ekki hræðsluáróður

Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Eitt brýn­asta verk­efni er að leiða til lykta viðræður um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það er eitt það mik­il­væg­asta sem um get­ur fyr­ir ungt fólk enda mun þá ekki þurfa að greiða 24 millj­ón­ir fyr­ir 10 millj­ón króna lán. Þetta sagði Magnús Orri Schram, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, við eld­hús­dagsum­ræður á Alþingi í kvöld.

„Nú sér fyr­ir end­ann á krepp­unni og tími upp­bygg­ing­ar er haf­inn,“ sagði Magnús Orri og einnig að gott veður sé í veður­kort­un­um og það virðist einnig vera hægt að segja það um ís­lenskt at­vinnu­líf. Hann vísaði til að fyr­ir þrem­ur árum hafi landið verið á barmi upp­lausn­ar, en rofað hafi til. Spár geri ráð fyr­ir þriggja pró­senta hag­vexti á ár­inu og á næsta ári verði komið jafn­vægi í rekst­ur rík­is­sjóðs.

Á tím­an­um frá hruni hafi verið reynt að verja þá með lægstu tekj­urn­ar, fram­lög til at­vinnu­trygg­inga hafi stór­auk­ist og tekju­skatt­ur lækkað hjá 60% launa­manna. 

En ráðist hafi verið í fleiri mik­il­væg mál, s.s. lýðræðis­um­bæt­ur. Margoft hafi verið reynt að breyta stjórn­ar­skránni en það hafi mætt mik­illi and­stöðu í þing­inu. Því hafi þurft að færa það verk­efni út fyr­ir þingið og til þjóðar­inn­ar. „Ef Alþingi legg­ur ekki fleiri steina í götu næsta vet­ur mun­um við leyfa þjóðinni að kjósa um nýja stjórn­ar­skrá sam­hliða næstu þing­kosn­ing­um.“

ESB besta leið úr basli

Magnús Orri sagði skuldafang­elsi veru­leika ungs fólks sem tekið hafi stór lán fyr­ir íbúðakaup­um. Og það hafi í raun verið veru­leik­inn um langt ára­bil, basl og meira basl. Ef ekki verði brugðist við muni ungt fólk eiga í basli um alla framtíð. Ung­ir Íslend­ing­ar þurfi að greiða millj­ón­ir á ári auka­lega miðað við fólk á sama aldri í Evr­ópu­sam­band­inu.

Hann sagði að jafnaðar­menn hafi talið það bestu leiðina til að losna úr basl­inu að sækja um aðild að ESB. Þó hart sé sótt að þeim sem vilja aðild muni jafnaðar­menn halda sínu striki. Íslenska þjóðin muni fá að kjósa um aðild á grund­velli upp­lýs­inga en ekki hræðslu­áróðurs og þá þegar samn­ing­ur ligg­ur fyr­ir. Fás­inna væri að hætta viðræðum í miðjum samn­ingaviðræðum.

Þegar Ísland er komið inn í Evr­ópu­sam­bandið þarf unga fólkið ekki að greiða 24 millj­ón­ir fyr­ir 10 millj­ón króna lán. Tími sé kom­inn til að horfa til framtíðar og bjóða upp á eitt­hvað annað en basl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert