Viðvörunarkerfi almannavarna prófað

Viðvörunarkerfi almannvarna verður prófað í dag með því að senda …
Viðvörunarkerfi almannvarna verður prófað í dag með því að senda sms í farsíma á ákveðnu svæði. Reuters

Í dag, þriðju­dag­inn 29. maí, klukk­an fjög­ur verður prófað viðvör­un­ar­kerfi al­manna­varna, sem send­ir neyðar­skila­boð (sms) í farsíma. Með kerf­inu er hægt að senda skila­boð í farsíma á fyr­ir­fram ákveðnu svæði til að vara íbúa og ferðamenn við aðsteðjandi hættu. Svæðið sem valið er til próf­un­ar í dag er á þjón­ustu­svæði síma­fyr­ir­tækj­anna í Vík í Mýr­dal, en boðin geta borist í farsíma sem eru nokkuð frá Vík. Skila­boðin verða send frá Neyðarlín­unni, núm­er­inu 112 og verða á ís­lensku og ensku og eiga að ber­ast í alla farsíma, er­lenda og inn­lenda á of­an­greindu svæði.

Með viðvör­un­ar­kerf­inu get­ur Neyðarlín­an kallað fram alla farsíma, sem eru inn­an þjón­ustu­svæðis síma­fyr­ir­tækj­anna á til­teknu svæði og sent þeim neyðar­skila­boð.

Að þessu verk­efni standa Neyðarlín­an, al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, Sím­inn, Nova, Voda­fo­ne og hug­búnaðarfyr­ir­tækið Sam­sýn.

Marg­ir aðilar hafa lagt sitt af mörk­um við þróun og próf­an­ir á kerf­inu og einnig veitti Alþingi fjár­veit­ingu til verk­efn­is­ins.

Viðvör­un­ar­k­efið er mik­il­vægt skref í að auka ör­yggi íbúa lands­ins og ferðamanna og verður notað í framtíðinni ásamt öðrum hefðbundn­um viðvör­un­um al­manna­varna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert