Vilja kalla aftur umsóknina

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Atli Gísla­son og Jón Bjarna­son hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að Alþingi feli rík­is­stjórn­inni að aft­ur­kalla um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Hún verði ekki end­ur­nýjuð nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Í grein­ar­gerð með til­lögu tví­menn­ing­anna seg­ir að umboð rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að halda áfram aðlög­un­ar- og aðild­ar­vinnu sé ekki leng­ur fyr­ir hendi og að þeir telji að viðræðum skuli hætt og um­sókn­in aft­ur­kölluð.

"Komið hef­ur í ljós að um­sókn­ar- og aðild­ar­ferli Íslands að ESB er með allt öðrum hætti en haldið var fram af tals­mönn­um þess þegar um­sókn­in var lögð fram sum­arið 2009. Kröf­ur ESB eru ein­hliða og ganga mun lengra en Alþingi hef­ur heim­ilað rík­is­stjórn­inni að byggja á sem samn­ings­grund­velli," seg­ir í grein­ar­gerðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka