Vilja kalla aftur umsóknina

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Atli Gíslason og Jón Bjarnason hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að afturkalla umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hún verði ekki endurnýjuð nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í greinargerð með tillögu tvímenninganna segir að umboð ríkisstjórnarinnar til að halda áfram aðlögunar- og aðildarvinnu sé ekki lengur fyrir hendi og að þeir telji að viðræðum skuli hætt og umsóknin afturkölluð.

"Komið hefur í ljós að umsóknar- og aðildarferli Íslands að ESB er með allt öðrum hætti en haldið var fram af talsmönnum þess þegar umsóknin var lögð fram sumarið 2009. Kröfur ESB eru einhliða og ganga mun lengra en Alþingi hefur heimilað ríkisstjórninni að byggja á sem samningsgrundvelli," segir í greinargerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert