Finnur fékk 68 milljónir í laun

Finnur Árnason forstjóri Haga
Finnur Árnason forstjóri Haga mbl.is

Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, var með 68 millj­ón­ir í föst laun og ár­ang­ur­s­tengd laun á síðasta ári. Það gera rúm­lega 5,6 millj­ón­ir á mánuði. Hann og nokkr­ir lyk­il­stjórn­end­ur fengu auk þess millj­ón­ir í greiðslur frá Eigna­bjargi, dótt­ur­fé­lagi Ari­on banka.

Þetta kem­ur fram í árs­reikn­ingi Haga sem birt­ur var í dag. Finn­ur fékk 43 millj­ón­ir í laun á ár­inu og 25 millj­ón­ir í ár­ang­ur­s­tengd laun. Guðmund­ur Marteins­son fékk einnig 25 millj­ón­ir í ár­ang­ur­s­tengd laun, auk 32 millj­óna í laun og hlunn­indi. Guðrún Eva Gunn­ars­dótt­ir, fjár­mála­stjóri fékk 8 millj­ón­ir í ár­ang­ur­s­tengd laun og 20,3 millj­ón­ir í laun og hlunn­indi.

Fram kem­ur í árs­reikn­ingn­um að á síðasta ári samdi Eigna­bjarg ehf., sem á þeim tíma var móður­fé­lag Haga hf., við lyk­il­stjórn­end­ur Haga hf. um af­hend­ingu á hluta­fé í Hög­um hf. til stjórn­end­anna án end­ur­gjalds. Sam­komu­lagið var til upp­gjörs á eldra sam­komu­lagi við stjórn­end­ur Haga hf. Nafn­v­irði hluta­fjár­ins var 17,0 millj. og voru við und­ir­skrift 7,7 millj. hlut­ir af­hent­ir lyk­il­stjórn­end­um en eft­ir­stöðvarn­ar 9,4 millj. hluta voru af­hent­ar í fe­brú­ar 2012.

Lyk­il­stjórn­end­ur skuld­bundu sig með sam­komu­lag­inu til að starfa fyr­ir Haga hf. til 30 . júlí 2012. Eigna­bjarg ehf. tók að sér að bera all­ar skatt­greiðslur vegna samn­ing­anna.
Heild­ar­virði sam­komu­lags­ins var metið um 344,3 millj. kr. en það er sú greiðsla sem lyk­il­stjórn­end­ur Haga fá greidd til viðbót­ar við föst launa, hlunn­indi og ár­ang­ur­s­tengd laun.

530 millj­óna arðgreiðsla

Hagnaður Haga á síðasta rekstr­ar­ári, 1. mars 2011 – 29. fe­brú­ar 2012, nam 2.344 millj­ón­um króna. Stjórn Haga legg­ur til að greidd­ur verði út um 530 millj­ón­ir í arð til hlut­hafa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert