Kosið verði þegar samningur liggur fyrir

Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Reuters

Eng­in aug­ljós tengsl eru á milli mak­ríl­veiða og um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið að sögn Štef­ans Füle, stækk­un­ar­stjóra sam­bands­ins, í sam­tali við evr­ópsku frétta­veit­una Agence Europe en þar ræðir hann um heim­sókn sína til Íslands ný­verið þar sem hann hitti meðal ann­ars for­ystu­menn í stjórn­mál­um og at­vinnu­lífi lands­ins.

Í frétt­inni er haft eft­ir Füle að viðræðurn­ar við Ísland um aðild að ESB gangi á heild­ina litið vel. 15 samn­ingskafl­ar hefðu verið opnaðir til þessa og af þeim hefði tíu verið lokað. Hann vonaðist til þess að þrír kafl­ar til viðbót­ar yrðu opnaðir mjög fljót­lega en samn­ingskafl­arn­ir eru í heild­ina 35 tals­ins.

Fram kem­ur að bú­ist sé við að viðræðurn­ar um sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar verði flókn­ast­ar en Füle von­ist hins veg­ar til þess að staðan í þeim efn­um verði skýr­ari eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar á Íslandi á næsta ári. Þá ræðir hann um fyr­ir­hugaða vinnu starfs­hóps ís­lenskra stjórn­valda og ESB sem ætlað er að leggja mat á það með hvaða hætti megi aflétta gjald­eyr­is­höft­un­um.

Að end­ingu ræðir Füle um at­kvæðagreiðsluna á Alþingi á dög­un­um um það hvort halda ætti þjóðar­at­kvæði um það hvort draga bæri um­sókn­ina um aðild að ESB til baka. Seg­ist hann al­mennt hlynnt­ur þjóðar­at­kvæðagreiðslum en hins veg­ar verði að virða vinnu þeirra sem tækju þátt í aðild­ar­viðræðunum og að þjóðar­at­kvæði ætti að fara fram þegar aðild­ar­samn­ing­ur lægi fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert