Kvöldfundur í atvinnuveganefnd

mbl.is/Hjörtur

Fundi atvinnuveganefndar, sem frestað var í hádeginu, hefur verið boðaður kl. 19 í kvöld. Á fundinum á að ræða um frumvarp um veiðigjöld og frumvarp um stjórn fiskveiða.

Ekkert liggur fyrir hvenær atvinnuveganefnd lýkur umfjöllun sinni um frumvörpin, en Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að sjálfstæðismenn vilji að gerð verði úttekt á heildaráhrifum þessara tveggja frumvarp á sjávarútveginn miðað við þær breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggur til að gerðar verði á frumvörpunum. Hann segir ekki nægjanlegt að horfa á hækkun veiðigjalda. Taka verði með í reikninginn hvað áhrif breytingar á lögum um stjórn fiskveiða hafi á getu sjávarútvegsins til að greiða veiðigjöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert