Ögmundur Jónasson: Vaðlaheiðargöng

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

„Á Alþingi fer nú fram umræða um Vaðlaheiðargöng. Í seinni tíð hef ég gerst gagnrýninn á þá framkvæmd vegna þess að áhöld eru um að forsendur hennar standist og síðan hitt að tillögur eru um að flýta Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum og óheppilegt er að vinna að tvennum göngum í einu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að aðkoma sín að þessum málum hafi fléttast inn í umræðurnar á þingi og hafi söguskýringar sumra þingmanna verið harla misvísandi.

Í grein sinni segir Ögmundur m.a.: „Vorið 2008, nánar tiltekið 29. maí, var samþykkt á Alþingi þingsályktun um viðauka við fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010. Þar segir: „Gert er ráð fyrir að Vaðlaheiðargöng verði byggð í einkaframkvæmd með veggjöldum. Göngin verði þó fjármögnuð að hálfu úr ríkissjóði með jöfnum árlegum greiðslum eftir að framkvæmdatíma lýkur árið 2011 í 25 ár.“ Þetta var fyrir hrun. Eftir hrun kemur annað hljóð í strokkinn. Framkvæmdafé til samgöngumála skreppur saman um helming og fyrri framkvæmdaáætlanir verða að engu.“

Í niðurlagi greinar sinnar segir Ögmundur: „Allar forsendur taka breytingum og okkur ber að horfa til þess. Það á við um ráðherra, ríkisstjórn og Alþingi sem hefur fjárveitingarvaldið á hendi. En þessa framkvæmd sem og aðrar fjárfrekar framkvæmdir ber að ræða á réttum forsendum.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert