Ók í gegnum girðingu

Bet­ur fór en á horfðist þegar gáma­flutn­inga­bíll rakst á lít­inn fólks­bíl á Miklu­braut við Skafta­hlíð í dag. Ökumaður fólks­bif­reiðar­inn­ar missti stjórn á bif­reiðinni með þeim af­leiðing­um að hún hring­sner­ist og fór í gegn­um girðingu á um­ferðareyju.

Óhappið varð um kl 10:30 í morg­un. Starfsmaður frá Aðstoð & Öryggi fór á staðinn og seg­ir hann í sam­tali við mbl.is að ökumaður gáma­flutn­inga­bíls­ins hafi verið að skipta frá vinstri yfir á hægri ak­rein. Hann hafi hins veg­ar ekki séð fólk­bíl­inn og ekið utan í hann með fyrr­greind­um af­leiðing­um.Starfsmaður A&Ö seg­ir að mik­il hemla­för sjá­ist á veg­in­um.

Kona ók fólks­bíln­um og var henni mjög brugðið. Þá kvartaði hún und­an eymsl­um í hálsi, en eng­inn var hins veg­ar flutt­ur á slysa­deild.

Þá seg­ir starfsmaður A&Ö að leigu­bíl­stjóri hafi verið mjög hjálp­leg­ur á vett­vangi. Hann stöðvaði sinn bíl, setti upp ör­ygg­isþrí­hyrn­ing á vett­vangi og kom í veg fyr­ir frek­ari óhöpp.

Drátt­ar­bif­reið var kölluð á staðinn til að draga fólks­bíl­inn. Gáma­flutn­inga­bíll­inn skemmd­ist minni­hátt­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert