„Öll vinna í nefndinni til einskis“

Frá fundi atvinnuveganefndar Alþingis.
Frá fundi atvinnuveganefndar Alþingis. Kristinn Ingvarsson

Meiri­hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is ákvað í kvöld að ljúka umræðu um veiðigjalda­frum­varpið og vísa því til annarr­ar umræðu í þing­inu. Lagðar eru til óveru­leg­ar breyt­ing­ar á frum­varp­inu. Björn Val­ur Gísla­son, fram­sögumaður máls­ins, seg­ir breyt­ing­arn­ar að mestu tækni­leg­ar.

Björn Val­ur set­ur þó þann fyr­ir­vara að málið sé enn til umræðu í nefnd­inni og geti enn breyst. Hann seg­ir tíma kom­inn til að þingið ræði málið að nýju, en þar opn­ast það fyr­ir sam­fé­lag­inu öllu.

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks í nefnd­inni voru ekki ánægðir með vinnu­brögðin. „Það kom í ljós að öll sú vinna sem hef­ur farið í þetta mál í nefnd­inni, öll vinna um­sagnaraðila og þess fólks sem kom til fund­ar með nefnd­inni, var til einskis,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son, full­trúi Sjálf­stæðis­flokks.

Hann seg­ir að full­trú­ar meiri­hlut­ans séu með vinnu­brögðum sín­um að van­v­irða það fólk sem haft hefði fyr­ir því að leggja vel rök­studd álit fyr­ir nefnd­ina. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert