Sjálfstæðisflokkurinn með 43,7%

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is/Hjörtur

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna mælist Sjálfstæðisflokkurinn með langmest fylgi eða 43,7%. 40% þjóðarinnar vilja ekki taka afstöðu til þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til næstu alþingiskosninga. Var greint frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Samkvæmt þessari könnun hefur fylgi flokkanna tekið umtalsverðum breytingum frá niðurstöðu síðustu kosninga og mælast stjórnarandstöðuflokkarnir nú með mesta fylgið. Framsóknarflokkurinn mælist með 15,8% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 43,7%.

Einungis um 23% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnarflokkana en t.a.m. mælast þeir báðir með minna fylgi en Framsóknarflokkurinn. Samfylkingin er með 13,6% fylgi og Vinstri græn 9,2%.

Björt framtíð mælist með 5,3% fylgi og Samstaða með 5,1%. Þá tóku nærri 40% þeirra sem rætt var við ekki afstöðu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert